Gott að vita

Hér geturu fundið ýmislegar spurningar og svör varðandi veggspjöld frá ybba.is

 

Hvað eru pantanir lengi að berast?

Pantanir eru teknar saman 1-2 virkum dögum eftir að þær berast. Næst er þeim skilað á móttökustöð Dropp sem tekur við boltanum. Öllu jafna taka sendingar frá Dropp 1-2 að skila sér á höfuðborgarsvæðinu.

 

    Hvernig sendið þið veggspjöldin?

    Öll veggspjöldin okkar eru send í sérstökum pappahólkum til að tryggja að þau skemmist ekki og að brot komi ekki í pappírinn. 

     

    Sérhannið þið veggspjöld fyrir viðskiptavini?

    Já við getum gert það! Við rukkum 1.490 kr aukalega fyrir sérhönnuð veggspjöld, og er það bara útaf startkostnaði við prentun.

     

    Af hverju sendið þið ekki veggspjöldin í ramma?

    Því að líkur eru á að rammar brotni í sendingarferlinu.

    Við sendum öll plaköt í pappahólkum, til að tryggja að engin brot komi í pappírinn og að plakatið komist til skila í góðu ásigkomulagi.

    Einnig viljum við ekki velja ákveðna gerð af ramma fyrir viðskiptavini okkar, þar sem oft eru veggspjöldin ætluð sem gjafir og viðtakandi vill mögulega sérstakan ramma sem passar við sitt heimili.

     

    Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi veggspjöld frá ybba.is, sendu okkur línu á ybba@ybba.is