Um okkur
Um ybba.is
Við sérhæfum okkur í að bjóða upp á fjölbreytt úrval af veggspjöldum sem henta bæði heimilinu þínu og sem fullkomnar gjafir fyrir vini.
Hvort sem þú ert að leita að minimalískri hönnun, klassískum skreytingum eða einfaldlega húmor í lífið þitt, þá finnuru allt þetta á ybba.is
Hjá Ybba.is leggjum við metnað í góða þjónustu og einfalt kaupferli. Við reynum að afgreiða allar pantanir eins fljótt og þær berast, svo að þú getir strax byrjað njóta vörunnar eða gefið hana í gjöf.
Öll veggspjöldin okkar eru send í sérstökum pappahólkum, svo að engin brot komi í pappírinn og veggspjöld skili sér til þín í fullkomnu ástandi. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða pælingar, ekki hika við að hafa samband.
Takk fyrir að heimsækja okkur!